Málið kært til héraðssaksóknara í maí

Atvikið er sagt hafa átt sér stað í fangelsi lögreglustöðvarinnar …
Atvikið er sagt hafa átt sér stað í fangelsi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Ekki hefur enn verið ákveðið hvort lögreglumaðurinn, sem ákærður hefur verið vegna gruns um að hafa beitt mann í varðhaldi ofbeldi, verði á leystur frá störfum. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður ákveðið í dag,“ segir hann.

Vísir greindi frá því í gær að lög­reglu­maðurinn hefði verið ákærður af héraðssak­sókn­ara vegna gruns um að hafa beitt mann, sem var í haldi lög­reglu, of­beldi.

Jón segir að lögum samkvæmt þá fari embætti héraðssaksóknara með rannsókn málsins, en málið barst embættinu í maí í á síðasta ári. „Kæran barst til héraðssaksóknara eins og vera ber,“ segir hann.

Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, segir að ákveðið verði í dag …
Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, segir að ákveðið verði í dag hvort maðurinn verði leystur frá störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón segir lögreglu því ekki hafa lagt neitt mat á málið þar til nú. En sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá lög­reglu kom til álita í janú­ar síðastliðnum hvort senda ætti lög­reglu­mann­inn í tíma­bundið leyfi vegna máls­ins. Það hafi þá verið lög­fræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of lang­ur tími væri liðinn frá því að at­vikið átti sér stað.

„Við erum ekkert að rannsaka þetta mál samhliða héraðssaksóknara,“ segir Jón. „Við erum ekki að leggja neitt mat á þetta mál sem er til meðferðar annars staðar, en síðan þegar þetta hlutlausa ákæruvaldsembætti, héraðssaksóknari í þessu tilfelli, gefur út ákæruna þá er komin niðurstaða og mat sem við hljótum að taka til skoðunar og það gerum við í dag.“

Að sögn Jóns þá er hinn ákærði fullgildur lögreglumaður með fasta stöðu, en mbl.is greindi frá því í gær að  maður­inn starfaði í miðlægri rann­sókn­ar­deild lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert