Hafnarfjarðarvegur lokaður á morgun

Hafnarfjarðarvegur.
Hafnarfjarðarvegur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Hafnarfjarðarvegur verður lokaður á morgun milli kl. 7 og 17 við Kópavogsgjá til suðurs, vegna framkvæmda við ljós. Hjáleiðir verða af Hafnarfjarðarveginum eftir afreinum yfir Kópavogsgjána, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færð og aðstæður

Á Suðurlandi er víða hálka á vegum og er sérstaklega varað við mikilli hálku í uppsveitum vegna ísrigningar.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru allvíða á vegum á Vesturlandi og skafrenningur á nokkrum fjallvegum. Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum en að mestu autt á láglendi. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði.

Það er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Norðurlandi vestra. Um Norðurland austanvert er einnig hálka eða hálkublettir og éljagangur við Mývatn og með með ströndinni. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er nú versnandi færð á fjallvegum og orðið ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þungfært er í Oddsskarði. Hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert