Akstursskilyrði gætu orðið erfið

Veðurstofan segir að akstursskilyrði gætu orðið nokkuð erfið í kvöld …
Veðurstofan segir að akstursskilyrði gætu orðið nokkuð erfið í kvöld norðan- og austanlands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Búast má við strekkingi eða allhvössum vindi með snjókomu eða éljum á heiðum norðan- og austanlands í kvöld. Vegna þessa gætu akstursskilyrði á þessu svæði jafnvel orðið erfið að því er segir í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Spáð er norðan- og norðaustan 10-18 m/s, en hægari vindi suðvestan til á landinu fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að úrkomulítið verði sunnanlands.

Á morgun er gert ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og dálitlum éljum, en að á Vesturlandi verði þurrt og bjart. Spáð er 0-5 gráðu frosti, en rétt yfir frostmarki sunnanlands yfir daginn. Annað kvöld styttir upp að mestu, fer að lægja og kólna meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert