Bjarg fær lóðir fyrir 236 íbúðir

Tölvuteikning/Yrki Arkitektar

Skrifað var undir viðurkenningu á úthlutun lóða til Bjargs íbúðarfélags í dag en félagið er stofnað af ASÍ og BSRB og rekið án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði.

Úthlutun byggingarréttar er á þremur stöðum í Reykjavík: Í Spönginni í Grafarvogi við Móaveg, Í Úlfarsárdal við Urðarbrunn og á Kirkjusandi við Hallgerðargötu. Heildaríbúðarmagn er 236 íbúðir.

„Íbúðir Bjargs verða svokölluð leiguheimili og byggja á nýjum húsnæðislögum um almennar íbúðir og verða leigðar út til fólks með lágar og meðaltekjur. Að sögn Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs, verður lögð áhersla á hagkvæmni í byggingu, rekstri, endingu og góða nýtingu á rýmum, án þess að það verði á kostnað gæða,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Reykjavíkurborg stefnir að því að úthluta lóðum fyrir uppbyggingu 1.000 almennra íbúða, þ.e. leiguíbúða, fram til ársins 2019.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Gylfi …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert