Bráðadeild gefin sjö sjónvörp

Sjónvörpin afhent. Bára Benediktsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjóra flæðisviðs, Ragna Gústafsdóttir deildarstjóri, …
Sjónvörpin afhent. Bára Benediktsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjóra flæðisviðs, Ragna Gústafsdóttir deildarstjóri, Lilja Eggertsdóttir og Ragna María Ragnarsdóttir aðstoðardeildarstjóri.

Bráðadeild G2 á Landspítala hafa verið færð sjö 32 tomma sjónvörp sem keypt voru fyrir peninga sem söfnuðust á jólatónleikum í Fríkirkjunni 8. desember en þeir voru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum.

„Lilja Eggertsdóttir hefur veg og vanda af þessum tónleikum en á jólatónleikunum 2016 komu fram þrír einsöngvarar, þau Hanna Dóra Sturludóttir, Einar Clausen og Ágúst Ólafsson, ásamt kvennakórnum Heklunum og hljómsveit. Hljómsveitina skipuðu Diljá Sigursveinsdóttir á fiðlu, Íris Gísladóttir á fiðlu, Ásdís Runólfsdóttir á víólu, Helga B. Ágústsdóttir á selló, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Jóhanna Björk Snorradóttir á flautu, og Lilja Eggertsdóttir á píanó og stjórnandi,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert