Fjórir handteknir fyrir fíkniefnaframleiðslu

mbl.is/júlíus

Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að hafa verið handteknir fyrir framleiðslu á fíkniefnum í Kópavogi í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi annaðhvort fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Klukkan 22:23 var bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum.

Klukkan 20:59 var bifreið stöðvuð á Langholtsvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 00:29 hafði lögregla afskipti af ökumanni í Hlíðunum vegna gruns um ölvun við akstur.

Klukkan 02:30 var bifreið stöðvuð við Laugalæk. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert