Landverðir hafa aldrei verið fleiri

Áttunda starfsstöð landvarða Umhverfisstofnunar bætist við í vor, þegar áformað …
Áttunda starfsstöð landvarða Umhverfisstofnunar bætist við í vor, þegar áformað er að friðlýsa svæðið og verður landvörður staðsettur þar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur gengið bærilega að manna í störf landvarða. Við höfum ekki verið í vandræðum með að fá menntaða landverði til starfa eins og sakir standa,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

„Þetta er reyndar misjafnt eftir árum og mismunandi fjöldi landvarða sem sækist eftir starfi eftir að hafa lokið námskeiði,“ bætir  hann við. Auk Umhverfisstofnunar standa háskólarnir að Hólum og á Hvanneyri og Háskóli Íslands einnig fyrir námskeiðum fyrir landverði sem er hluta af námi í ferðamálafræðum.

„Með því að þessir þrír háskólar og námskeið okkar á Umhverfisstofnun sinna kennslu landvarða erum við að ná að mæta þörfinni nánast að öllu leyti.“ Ólafur segir þó að ekki sé skilyrði að landverðir hafi próf. „Við getum metið aðra menntun til jafns við landvarðanámskeið og við getum líka ráðið fólk til landvörslu þó að það hafi ekki lokið landvarðanámi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert