Nýir eigendur í spillingarmálum

„Ég er ekki endilega viss um að þetta sé aðili sem við viljum að sé eigandi að stórum íslenskum banka,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, um fjárfestingasjóðinn Och Ziff sem er einn kaupenda að stórum hluta í Arion banka. Fyrirtækið hafi þurft að greiða háar bætur vegna aðkomu að spillingarmálum.

Mikilvægt sé að eignarhaldið sé gagnsætt og það sé ekki í þessu tilfelli, segir Smári. Það að eignarhaldið sé erlent segir hann ekki trufla sig sem slíkt.

mbl.is ræddi við Smára um söluna á stórum hluta í Arion banka á Alþingi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert