Óskuðu eftir fundi með AGS

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hittir nefnd AGS í dag.
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hittir nefnd AGS í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkvæmt birtri dagskrá er aðeins eitt mál á dagskrá fundar efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem haldinn verður laust fyrir hádegi í dag. Það er heimsókn sendinefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS).

Óli Björn Kárason, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að efnahags- og viðskiptanefnd hefði óskað eftir fundinum þegar fréttist af heimsókn sendinefndar AGS til landsins.

„Við óskuðum eftir að hitta nefndarmenn úr því að þeir eru hér staddir. Meiningin er að heyra viðhorf þeirra til stöðu okkar í framhaldi af haftalosuninni í liðinni viku og hvernig framhaldið hér á landi horfir við þeim,“ segir Óli Björn. Nokkuð er síðan eftirfylgni AGS gagnvart Íslandi lauk. Í október 2015 greiddi Seðlabankinn upp eftirstöðvar láns frá sjóðnum sem var á gjalddaga 2015 og 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert