Skilyrða landfyllingu í Elliðaárvogi

Yfirlit yfir uppbyggingu landfyllingar eftir áföngum.
Yfirlit yfir uppbyggingu landfyllingar eftir áföngum. Mynd/Úr skýrslu Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun telur mat á umhverfisáhrifum sem farið hefur fram í tengslum við fyrirhugaða landfyllingu í Elliðaárvogi nægilegan grundvöll til leyfisveitinga til 1. áfanga. Stofnunin setur hins vegar ákveðin skilyrði.

Í skýrslu Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að enn sé veigamiklum spurningum um áhrif 2. og 3. áfanga landfyllingarinnar á laxfiska ósvarað.

Sett eru eftirfarandi skilyrði fyrir leyfisveitingu til 1. áfanga:

1. Gengið verði úr skugga um hættu á mengun úr neðri lögum botnsets, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

2. Framkvæmdasvæði verði afmarkað með görðum eða öðrum aðgerðum til að takmarka eins og kostur er að grugg berist til búsvæða laxfiska á ósasvæði Elliðaánna. Haft verði samráð við Hafrannsóknastofnun um útfærslu þeirra aðgerða.

3. Framkvæmdatími verði bundinn við þann tíma árs þegar laxfiska er almennt ekki að vænta á ósasvæðinu.

Hér má finna skýrslu Skipulagsstofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert