Skorar á hólm staðalímynd nauðgara

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger sögðu frá nauðguninni á …
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger sögðu frá nauðguninni á TED-fyrirlestri. Skjáskot/TEDx

„Ég vil helst að bókin stuðli að umræðu sem felur í sér að færa ábyrgðina frá þolendum yfir á gerendur. Vonandi náum við líka að skora á hólm þá staðalímynd af gerandanum að hann sé skrímsli,“ sagði Þórdís Elva Þorvaldsóttir um bók sína Handan fyrirgefningar í Kastljósþætti fyrr í kvöld

Í þættinum ræddu þau Tom Stranger meðal annars opinskátt um bókina sem þau skrifuðu saman um eftirmál þess þegar Tom nauðgaði Þórdísi á meðan þau voru í menntaskóla og viðbrögð fólks við TED-fyrirlestri sem þau héldu saman. Þau hafa fengið sterk viðbrögð við samstarfi sínu jafnt hér á landi sem erlendis.  

Fyrirlestur Þórdísar Elvu og Stranger verður haldinn hér á landi í Salnum í Kópavogi á miðvikudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert