Sveik fatlaðan umbjóðanda sinn

Héraðsdómur Norðurlands eystra
Héraðsdómur Norðurlands eystra mbl.is/Skapti

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi  fyrir að hafa brotið trúnað gagnvart fötluðum einstaklingi með því að hafa dregið sér hátt í 700 þúsund krónur af reikningi hans.

Maðurinn var sakaður um fjárdráttinn á tímabilinu 3. september 2015 til 8. nóvember 2016 þegar hann var persónulegur talsmaður fatlaða einstaklingsins en samkvæmt dómnum er hann mjög fatlaður og þroskaskertur og getur lítið sem ekkert tjáð sig.

Maðurinn, sem er 25 ára, hefur áður sætt refsingu en árið 2012 var hann sektaður fyrir þjófnaðarbrot.

Í dómnum kemur fram að það beri að virða manninum til málsbóta að hann játaði brot sín án undanbragða strax við lögreglurannsókn og endurgreiddi tilgreinda fjárhæð að fullu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert