Þriðjungs fækkun umsókna í fornminjasjóð

Uppgröftur fornra bæjarhúsa að Hólum í Hjaltadal.
Uppgröftur fornra bæjarhúsa að Hólum í Hjaltadal. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls bárust 50 umsóknir til Minjastofnunar um úthlutun úr fornminjasjóði. Það er þriðjungi minna en á síðasta ári, þegar fjöldi umsókna var 75.

„Umsóknirnar sem við fáum geta verið til fornleifarannsókna, sem eru uppgröftur eða skráning á fornleifum, og þetta getur líka verið til varðveisluverkefna, ýmiss konar forvörslu, til dæmis á bátum, skipum, safngripum og þess háttar,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, sem kunni ekki skýringu í fljótu bragði á því að umsóknum hefði fækkað milli ára.

Hún segir að ákvarðanir um styrkveitingar verði teknar í næstu viku og muni þær liggja fyrir í lok mars. Styrkirnir nema aldrei fullum kostnaði verkefnisins og yfirleitt ekki meira en helmingi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert