Varað við roki og snjókomu

Búast má við hvössum vindi með éljum eða snjókomu við Suðausturströndina vestan Öræfa og undir Eyjafjöllum í dag. Akstursskilyrði geta jafnvel orðið erfið, segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Norðaustan 8-15 m/s, en 15-18 syðst. Dálítil él N- og A-lands og syðst, en annars þurrt og bjart veður á V-landi. Frost 1 til 5 stig, en hiti um eða yfir frostmarki að deginum S- og V-lands. Lægir smám saman og léttir til í kvöld og nótt og talsvert næturfrost. Norðaustan og norðan 5-13 á morgun og hvassast austast. Víða bjartviðri en lítils háttar él NA-lands. Lægir annað kvöld og líkur á éljum V-lands.

Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, en 5-10 m/s austast á landinu. Víða léttskýjað, en dálítil él við norður- og austurströndina. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum N- og A-lands.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt 3-10. Bjart víða um land, en lítils háttar él með norðurströndinni fyrir hádegi. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Gengur í hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlánar, en snjókoma eða slydda árdegis fyrir norðan og austan. Suðvestlægari um kvöldið, skúrir eða él og kólnar aftur.

Á föstudag:
Stíf suðvestanátt í fyrstu með skúrum eða éljum. Suðlægari eftir hádegi með rigningu og hita vel ofan frostmarks. Úrkomulítið NA-til.

Á laugardag:
Suðvestanátt með rigningu S-lands, en skúrum eða éljum NV-til. Þurrt norðaustan til. Heldur kólnandi.

Á sunnudag:
Áfram suðlægari áttir með rigningu og mildu lofti um tíma en líkur á að snúi sér í suðvestanátt með éljum og kólni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert