Vaxtagreiðslur heimilanna úr landi

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tímamótin miklu felast því miður einungis í því að nú fer arðurinn af bankanum og þar með vaxtagreiðslum heimilanna að renna úr landi.“

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í tilefni af sölu á 30% hlut í Arion banka til breskra og bandarískra vogunarsjóða auk fjárfestingarbankans Goldman Sachs. Vísar hann þar til ummæla Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að salan í Arion banka markaði tímamót í uppgjörinu eftir bankahrunið.

Frosti bendir á að Arion banki sé eitt stærsta og arðbærasta fyrirtæki landsins. „Arion á hátt í þriðjung allra lána til íslenskra heimila og atvinnulífs. Þessi útlán eru verulega arðbær og hér eftir mun arðurinn af þeim að miklu leyti renna úr landi. Forsætisráðherrann virðist samt ekki mjög upptekinn af slíkum smáatriðum.“ Ætla mætti af fagnaðarlátunum að erlendir aðilar væru að stofna nýjan banka til þess að efla samkeppni. Svo væri þó ekki.

„Þeir eru einfaldlega að kaupa hlutabréf á lágu verði og ætla sér að hámarka arðinn af þeim. Því meiri sem fákeppnin og gróðinn í bankarekstri, þeim mun meiri arður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert