Eiga 2/3 hluta bankans

Verðið á bankanum er 0,79 sinnum eigið fé m.v. stöðu …
Verðið á bankanum er 0,79 sinnum eigið fé m.v. stöðu eigin fjár um áramótin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjárfestarnir fjórir sem keypt hafa 29% hlut í Arion banka á um 49 milljarða króna með reiðufé eiga beint og óbeint ríflega 67% í Arion banka eftir kaupin, sé miðað við eignarhlut þeirra í eignarhaldsfélaginu Kaupþingi um áramótin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á stærstan hlut, heldur á um 38,6% í Kaupþingi. Óbeinn hlutur sjóðsins í gegnum 58% eignarhlut Kaupþings í Arion banka er því 22,3%.

Með beinum kaupum á 10% í bankanum má áætla að vogunarsjóðurinn eigi tæplega þriðjungs hlut í Arion banka beint og óbeint. Verðmæti þess hlutar er um 54 milljarðar króna samkvæmt því kaupverði sem vogunarsjóðirnir greiddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert