Fjárfest fyrir milljarða á Héðinsreit

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. Ómar Óskarsson

Fjárfestar hafa að undanförnu keypt lóðir og fasteignir á svonefndum Héðinsreit í Reykjavík fyrir milljarða króna.

Héðinsreitur skiptist í tvo hluta, Seljaveg 2 og Vesturgötu 64. Hugmyndir eru um að byggja tvö hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreits.

Í umfjöllun um byggingaráform þess í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Ólafur Ólafsson í Samskipum komi að þessum fjárfestingum.

Uppfært kl. 12.00:

mbl.is hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Kristófer Oliverssyni, framkvæmdastjóra Centerhotels.

Í um­fjöll­un um bygg­ingaráform á s.k.Héðinsreit í Mbl.is í dag gætir misskilnings á eignarhaldi reitsins.  Hið rétta er að Héðinsreiturinn skiptist í tvo hluta. Á efri reitnum er fasteignin Seljavegur 2, s.k. Héðinshús, auk nokkurs byggingarlands, en neðri reiturinn er óbyggður.

Efri reiturinn er í eigu félagsins Seljavegar ehf en neðri reiturinn er í eigu félagsins Hróðurs ehf.  Engin tengsl eru milli félaganna Seljavegar ehf. og Hróðurs ehf. önnur en þau að lóðirnar á reitnum liggja saman. Eigendur að reitunum tveimur eru alls ótengdir.  Eigendur að efri reitnum, þ.e. eigendur Seljavegar 2 ehf. hyggjast breyta meginhluta núverandi fasteigna í hótel, sem rekið verður af Centerhotels en verkefnið er til umfjöllunar hjá byggingaryfirvöldum og verður kynnt þegar línur skýrast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »