Orðið fóstureyðing „gildishlaðið og hreinlega rangt“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fóstureyðing er gildishlaðið, felur í sér fordóma og er í flestum tilfellum hreinlega rangt,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann var var einn þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í sérstakri umræðu um þungunarrof og kynfrelsi kvenna á Alþingi í dag.

Voru þeir þingmenn sem kvöddu sér hljóðs, auk heilbrigðisráðherra, sammála um það að sjálfsákvörðunarréttur kvenna skuli vera öðru yfirsterkari þegar kemur að kynfrelsi og fóstureyðingum. 

Lögin nær óbreytt í yfir 40 ár

Málshefjandi var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en umræðurnar snerust að mestu um niðurstöður skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.  

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður. mbl.is/Golli

Skýrslan var kynnt heilbrigðisráðherra í síðasta mánuði en meðal þess sem skýrsluhöfundar leggja til er að orðinu „fóstureyðing“ verði skipt út fyrir orðið „þungunarrof“ og að sá tímarammi sem heimilt verði að rjúfa þungun verði lengdur upp í 22 vikur meðgöngu.

Tillögurnar sem kynntar eru í skýrslunni snúa í fyrsta lagi að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði, í öðru lagi um þungunarrof og í þriðja lagi um ófrjósemisaðgerðir. Lagt er til í skýrslunni að núverandi löggjöf verði skipt upp í þrjá sjálfstæða lagabálka er snúa að fyrrnefndum þáttum.

Voru allir þeir þingmenn sem kvöddu sér hljóðs sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða lögin sem eru frá árinu 1975 og hefur þeim lítið sem ekkert verið breytt síðan.

Fötluðum einstaklingum mismunað í lögum

Þórhildur Sunna tók undir með skýrsluhöfundum og sagði augljóst að endurskoða þurfi löggjöfina. Innti hún þá ráðherra eftir svörum við því hver afstaða ráðherra væri til niðurstöðu skýrslunnar, hvort hann væri sammála eða ósammála og hvort hann hygðist leggja til afnám ákveðinna ákvæða laga hvað varðar ákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og yfirráð fatlaðs fólks yfir eigin líkama og upplýst samþykki um þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir. Í núgildandi lögum frá 1975 sé þessum einstaklingum mismunað hvað þetta varðar.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Óttarr svaraði því til að nauðsynlegt sé að gera breytingar á lögum til að tryggja rétt hvers einstaklings yfir eigin líkama og ákvörðun um fóstureyðingar. Aðgangur að öruggum fóstureyðingum yrði að vera greiðari og að þjóðfélagslegar breytingar hafi orðið undanfarna fjóra áratugi síðan lögin tóku gildi og gefi það sterkt tilefni til að bæta um betur. Kvaðst hann í megindráttum sama sinnis og það sem fram kemur í skýrslunni og kvaðst hann stefna að því að leggja fram frumvarp að nýjum lögum á vorþingi 2018.  

Sjálfsákvörðunarréttur yfir eigin líkama grundvallaratriði

Þá sagði hann mikilvægt að sú vinna sem fram undan er verði helst í samráði við almenning allan, en alveg sértaklega þann helming landsmanna sem eru konur. Eins styður hann þá tillögu nefndarinnar að aldurstakmark vegna ófrjósemisaðgerða verði lækkað úr 25 árum í 18, til samræmis við sjálfræðisaldur í öðrum lögum.

„Sjálfsákvörðunarréttur konu yfir eigin líkama er grundvallaratriði og þar á meðal hvort og þá hvenær kona eignast börn. Þannig er það ekki í núverandi löggjöf og því þarf að breyta,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og fagnar hún umræðunni. Undir þau orð tóku raunar allir þeir þingmenn sem stigu í pontu en þeir komu úr öllum flokkum þingsins.

„Gagnvirk kynfræðsla“ hljómar spennandi

Hildur Sverrisdóttir.
Hildur Sverrisdóttir. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fordóma til fóstureyðinga og kynfrelsis kvenna hafa í gegnum tíðina látið á sér kræla og þar hafi forræðishyggjan víða komið fram. Af því hafi hún sjálf reynslu síðan hún tók saman kynferðislegar fantasíur kvenna fyrir nokkrum árum, það hafi mætt fordómum.

„Það er fagnaðarefni að rætt er um kynfrelsi á hispurslausan og fordómalausan hátt,“ sagði Hildur og fagnar hún því jafnframt að lagt sé upp með betri og fjölbreyttari kynfræðslu í skólum landsins en í skýrslunni er meðal annars talað um gagnvirka kynfræðslu. „Ég veit ekki hvað það þýðir en það hljómar mjög spennandi,“ sagði Hildur.

Úrelt og úr sér gengin hegningarlög

Aðrir þingmenn sem kvöddu sér hljóðs um málið voru þau Eygló Harðardóttir, Nichole Leigh Mosty, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Auk þess að taka undir með kollegum sínum þvert á flokka varðandi efni skýrslunnar vakti Ásta Guðrún jafnframt athygli á vandkvæðum hegningarlaga þar sem enn sé að finna úrelt og úr sér gengin ákvæði sem heimili refsingu kvenna sem „deyði fóstur sitt“.

mbl.is

Innlent »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

Í gær, 13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

Í gær, 12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

Í gær, 12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

Í gær, 12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...