Girða ekki fyrir aðgang að Helgafelli

Helgafell.
Helgafell.

Minjastofnun Íslands sem eftirlit hefur með friðlýstum fornleifum á Helgafelli á Snæfellsnesi frétti fyrst um ákvörðun landeigenda um gjaldtöku á staðnum í Morgunblaðinu í gær.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að ekki komi til greina að starfsmenn greiði gjaldið við eftirlitsferðir.

Hún hefur skilning á fjárþörf landeigenda vegna umhverfisbóta, en telur gjaldtöku af hverjum og einum gesti ekki réttu leiðina. Gjaldtakan er umdeild og hafa spunnist um hana heitar umræður á netinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert