Ásókn í sumarstörf í Leifsstöð

Mikil ásókn var í sumarstörf í Leifsstöð þetta árið.
Mikil ásókn var í sumarstörf í Leifsstöð þetta árið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta hefur gengið mjög vel, og mun betur en í fyrra. Við höfum fengið fjölda góðra umsókna og erum búin að ganga frá flestum ráðningum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en um 1.000 umsóknir bárust fyrirtækinu um sumarstörf á Keflavíkurflugvelli.

Alls starfa um 1.400 manns hjá Isavia en fyrirtækið reiknar með að ráða um 350 manns í sumarstörf á Keflavíkurflugvelli, þar af um 90 manns í Fríhöfnina. Búið er að ráða í 80-85% þessara starfa. „Þetta er flottur hópur sem sótti um, þjálfun fyrir flugverndarstarfsfólk er þegar hafin,“ segir Guðni.

Hann segir flestar umsóknir koma frá Íslendingum; aðallega af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Hafa áberandi fleiri umsóknir komið af höfuðborgarsvæðinu en áður. Vegna þjónustustarfa í flugstöðinni er gerð krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »