Gætu hlotið 5 ár fyrir tálmun

Foreldri sem kemur í veg fyrir að hitt foreldrið umgangist …
Foreldri sem kemur í veg fyrir að hitt foreldrið umgangist barnið sitt gæti hlotið 5 ára fangelsisvist. Eggert Jóhannesson

Tálmi það foreldri, sem barn býr hjá, hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt getur það átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi, ef frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum verður samþykkt á Alþingi.

Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að börn eiga rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra sína. „Það er því andleg vanræksla að svipta barnið þessum rétti til að umgangast báða foreldra.“ Segir í greinargerðinni. 

Ef frumvarpið verður að lögum er gert ráð fyrir að aukið álag verði á barnaverndaryfirvöld að minnsta kosti til að byrja með. Á móti kemur að meðferð mála hjá sýslumanni vegna tálmana á umgengni sem er sögð bæði „tafsöm“ og „kostnaðarsöm“ hverfi nánast. 

Flutningsmenn frumvarpsins er: Brynjar Níelsson, Nichole Leigh Mosty, Elsa Lára Arnardóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Óli Björn Kárason. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert