Vill skapa sátt um sjávarútveginn

„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með ...
„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram,“ segir Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra.

Tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á þeim tíma hefur hún látið hendur standa fram úr ermum enda þarf að takast á við við margar áskoranir á kjörtímabilinu.

Þorgerður segist una sér vel í nýja starfinu.

„Þetta er að mínu mati eitt áhugaverðasta ráðuneytið en að mörgu leyti standa bæði sjávarútvegur og landbúnaður á tímamótum. Sjávarútvegurinn hefur tekið stórstígum framförum og eflst gríaðrlega á undanförnum 25-30 árum, og ákveðnar breytingar að eiga sér stað í landbúnaði sem ég held að muni verða til þess að greinin muni fljótlega standa frammi fyrir svipuðum tækifærum og sjávarútvegurinn. Matvælageirinn almennt hefur ýmis sóknarfæri.“

Móta þurfi stefnu fyrir fiskeldi

Hvað sjávarútveginn snertir vill Þorgerður leggja áherslu á þrjú meginatriði.

„Stóra málið er að skapa sátt um sjávarútveginn og þær greiðslur sem atvinnugreinin reiðir af hendi fyrir aðganginn að auðlindinni. Mikið er í húfi og markmið mitt að fyrir næstu kosningar verði hvorki sjávarútvegur né landbúnaður bitbein stjórnmálaflokkanna, og að umræðan snúist um hvernig megi byggja þessar atvinnugreinar upp í stað þess að rífast um umgjörð og skipulag,“ segir Þorgerður.

„Í öðru lagi þarf að móta stefnu fyrir fiskeldi svo að atvinnugreinin geti vaxið á skynsamlegan hátt, í sátt við náttúruna og samfélögin þar sem uppbyggingin mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hef ég mikinn áhuga á að skoða betur markaðsmál sjávarútvegsins og hvernig styrkja má Ísland enn frekar sem framleiðsluland gæðamatvæla.“

Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr ...
Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóg komið af átökum

Þorgerðar bíður því ærinn starfi enda hefur það verið eitt helsta áhugamál landsmanna undanfarna áratugi að karpa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Segir Þorgerður nóg komið af átökum og tími til kominn fyrir alla að leggja frá sér vopnin og leita frekar sátta.

„Ég held að fólk sé ekki óánægt með sjálfa fiskveiðistjórnunina heldur snýr gagnrýnin aðallega að því hver á að fá meiri eða minni hlutdeild að aflanum, hvort fyrirkomulag strandveiða á að vera á þennan eða hinn veginn, og hvort sanngjarnt gjald sé greitt fyrir aðganginn að þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar,“ útskýrir ráðherra.

„Ég held að lykillinn að því að skapa sátt sé að útgerðin greiði aukið gjald í sameiginlega sjóði samfélagsins.“

Miskunnarlaus samkeppni nágrannalanda

Vill Þorgerður skoða svokallaða markaðsleið, en útfæra veiðigjöld um leið með þeim hætti að skapi öryggi og stöðugleika í sjávarútveginum. Gæti reynst ágætis málamiðlun, ef veiðileyfagjaldið er hækkað, að beina hluta af gjaldinu beint í markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir.

„Okkar helstu samkeppnisþjóðir og nágrannalönd, s.s. Noregur og Færeyjar, eru orðin mjög sókndjörf á erlendum mörkuðum og er samkeppnin miskunnarlaus. Mætti hugsanlega fjármagna öflugt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir með því að eyrnamerkja hluta af veiðigjaldinu, með ákveðinum skilyrðum, markaðsátaki eða markaðsskrifstofu fyrir íslenskan fisk. Þessa hugmynd er vert að skoða og útfæra betur. “

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá ...
„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi,“ segir ráðherrann. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ábyrgur vöxtur fiskeldis

Vöxtur íslensks fiskeldis hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Fiskeldisfyrirtækin, sem áður virtust oft eiga í miklu basli, dafna núna vel og líta út fyrir að vera í stakk búin til að stækka hratt. „Ég ræddi nýlega við mann úr norska fiskeldisgeiranum og benti hann mér á að þar í landi hefði greinin farið af stað snemma á 8. áratugnum og þurfti nokkur gjaldþrot áður en þeim tókst að ná góðum tökum á fiskeldinu. Ég held því að þroskaferli íslensks fiskeldis sé ekki óvenjulegt,“ segir Þorgerður.

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi. Gera þarf mjög ítarlegar kröfur um umhverfisvernd og ábyrgan vöxt. Fiskeldið má ekki skaða lífríkið í fjörðunum og alls ekki skemma villta stofna, auk þess að eðlilegt er að gera kröfu um auðlindagjald í einhverju formi.“

Þurfum ekki að finna upp hjólið

Hvað varðar gjaldtöku af fiskeldi segir Þorgerður að æskilegt sé að gjaldið renni að miklu eða öllu leyti til þeirar sveitarfélaga þar sem fiskeldið er rekið. „Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram.“

Vill Þorgerður að fiskeldið stækki á réttum hraða. „Ég hef hvatt fiskeldisfyirrtækin til að kunna sér hóf. Það þarf að byggja greinina upp á ábyrgan hátt og ekki líta á vöxtinn sem kapphlaup. Ef skynsemin ræður ferðinni, reglurnar eru skýrar og ekki vaðið fram, þá höfum við alla burði til að gera Ísland að mjög öflugri fiskeldisþjóð. Við þurfum ekki að finna upp hjólið og getum lært mikið af Norðmönnum og þeim stífu reglum og ströngu kröfum um aðbúnað í fiskeldi sem þar gilda.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...