Móðir Birnu óskar eftir næði

Thomas Møller Ol­sen er ákærður fyrir manndráp og stór­fellt fíkni­efna­laga­brot.
Thomas Møller Ol­sen er ákærður fyrir manndráp og stór­fellt fíkni­efna­laga­brot. mbl.is/Golli

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, hefur ekkert fylgst með framgangi málsins og biðlar til fjölmiðla að þeir leiti ekki eftir skoðun hennar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.

Thomas Møller Ol­sen, grænlenskur karlmaður sem setið hef­ur í gæslu­v­arðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu í janúar, hefur verið ákærður fyrir mann­dráp og stór­fellt fíkni­efna­laga­brot. 

Birna hvarf 14. janú­ar. Hún sást síðast á eft­ir­lits­mynda­vél í miðborg Reykja­vík­ur. Sjón­ir lög­reglu beind­ust fljót­lega að skip­verj­um á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq og voru tveir þeirra hand­tekn­ir um borð í skip­inu 17. janú­ar. Birna fannst lát­in 21. janú­ar. Hún var tví­tug að aldri.

Öðrum mann­in­um var sleppt úr haldi og hélt hann til Græn­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka