Ákveðið eftir páska

Tekin verður ákvörðun hvort mál kvennanna fari fyrir Mannréttindadómstól eftir …
Tekin verður ákvörðun hvort mál kvennanna fari fyrir Mannréttindadómstól eftir páska. AFP

Kon­ur sem fá ekki að skrá sig sem for­eldra drengs sem staðgöngumóðir fæddi í Banda­ríkj­un­um, taka ákvörðun eftir páska hvort farið verði með málið fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Þetta segir Þyrí Stein­gríms­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður. 

Í byrjun apríl staðfesti Hæstirétt­ur niður­stöðu héraðsdóms í máli kvenn­anna tveggja sem fóru fram á að dreng­ur­inn yrði skráður sem son­ur þeirra hjá Þjóðskrá. Barnið fædd­ist fyr­ir fjór­um árum og var bæði gjafa­egg og gjafa­sæði notað. Banda­rísk­ur dóm­stóll hef­ur staðfest að kon­urn­ar tvær séu for­eldr­ar drengs­ins. Á það féllst Þjóðskrá ekki og staðfesti Hæstirétt­ur þá niður­stöðu. 

mbl.is