Íslendingar þurfa að vera viðbúnir

Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen Eggert Jóhannesson

„Eins og staðan er í dag tekur almennur viðbúnaður tillit til hryðjuverkaógnar eins og annarra glæpa. Það er best ef við getum haldið þessum almenna viðbúnaði og uppfært hann jafn óðum og tilefni er til.“

Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag og bendir á að Íslendingar þurfi að vera undirbúnir vegna mögulegrar hryðjuverkaógnar í kjölfar ódæðisins í Stokkhólmi á föstudag.

Gylfi Hammer Gylfason, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að bæta þurfi við almennum lögreglumönnum og mönnum í sérhæfðar miðlægar deildir ríkislögreglustjóra, s.s. greiningardeild, alþjóðadeild, sérsveit og almannavarnardeild. Þá þurfi einnig að efla búnað sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »