Komið aftur á svipaðar slóðir

Seabed Constructon þegar skipið lá við Skarfabakka.
Seabed Constructon þegar skipið lá við Skarfabakka. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknarskipið Seabed Constructor er nú statt suður af Íslandi á svipuðum slóðum og skipið var á þegar Landhelgisgæslan fór fram á það að það héldi til hafnar hér á landi um helgina og gerði grein fyrir erindi sínu innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Rannsóknarskipið lagði úr höfn í Reykjavík í gærmorgun en lögreglan segir lögfræðilegan ágreining vera uppi um það hvort Seabed Constructor, sem er í norskri eigu en leigt af breskum aðilum, þurfi leyfi til starfsemi sinnar.

Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um tilganginn með veru skipsins innan lögsögunnar. Þó hefur komið fram að markmiðið sé að bjarga verðmætum úr flaki þýska kaupskipsins Minden sem sökkt var í lok september 1939 norðvestur af Færeyjum.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hver farmur Minden var nákvæmlega þegar skipið hvarf í hafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert