Rukka fyrir hlaup en eru án leyfa

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík ...
Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík í Mýrdal sem þegar hefur verið auglýst og rukkað er fyrir. mbl.is/Ómar

Hlauparar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýrdal 8. júlí næstkomandi í gegnum síðuna Alpine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í forsvarsmenn hlaupsins eftir að hafa greitt skráningargjald. Menn óttast að um svikamyllu sé að ræða.

Á vefsíðunni er engin einstaklingur í forsvari fyrir fyrirtækið sem gefur sig út fyrir að skipuleggja viðburði víða um heim. Þetta hlaup á Íslandi er sagður vera hluti af fjölmörgum viðburðum sem það segist hafa staðið fyrir þrátt fyrir að engar frekari upplýsingar um þær uppákomur sé að finna á vefsíðunni. 

Rukkað frá sex og upp í 24 þúsund krónur 

Á síðunni er hægt að velja um að skrá sig í hlaup í Vík í þremur vegalengdum, 10 km, maraþon eða 100 km últrahlaup. Þau kosta á bilinu 60 dollara til 215 dollara eða frá tæpum sjö þúsund krónum og upp 24 þúsund krónur. Auðvelt er að skrá sig því tekið er við skráningu á greiðslum í gegnum síðuna EventBrite með því að gefa upp greiðslukortanúmer. Á þeirri vefsíðu er meðal annars hægt að bóka miða á tónlistarhátíðina Secret Soltice í Reykjavík í júní og Laugavegshlaup svo fátt eitt sé nefnt.

Tveir erlendir hlauparar sem hafa skráð sig í hlaupið hafa sett sig í samband við Guðmund Kristinsson, eigandi vefsíðunnar runninginiceland.com, og sagt farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við forsvarsmenn hlaupsins. Þegar Guðmundur sá hlaupið auglýst setti hann það á dagskrá vefsíðunnar en fjarlægði það þaðan eftir að athugasemdir um hlaupið bárust. 

Enginn svarar fyrirspurn

Guðmundur setti sig í samband við fyrirtækið til að fá frekari upplýsingar um hlaupið fyrir þremur vikum og hefur ekki fengið nein svör. Hann veit ekki hverjir skipuleggja hlaupið. Hann segir það ekkert athugavert að erlendir einstaklingar skipuleggi hlaup á Íslandi slíkt hafi verið gert hér áður. 

Guðmundur segir einkennilegt að ítarlegar upplýsingar liggi ekki fyrir um hlaupið eins og tímasetningar, kort af hlaupaleið og fleira þess háttar. Eðlilegt væri að slíkar upplýsingar lægju fyrir á þessum tíma. Hann segir vefsíðuna líta sannfærandi út sem og Twitter-síðu hlaupsins. 

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hlaupið uppspuni frá rótum

„Eftir að hafa reynt að ná ítrekað í Alpine High Events og fengið engin svör kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi viðburður er uppspuni frá rótum.” Þetta segir Rebecca Finnegan á vefsíðunni runninginiceland.com þar sem hægt er að skrifa athugasemdir við hlaupadagskrá ársins.   

Þar segist hún jafnframt hafa sett sig í samband við EventBrite en fengið þunn svör. Það sama var upp á teningnum þegar hún ræddi við greiðslukortafyrirtækið sitt. Á sama stað segir annar hlaupari sömu sögu. 

„Mér finnst mjög undarlegt að þessum fyrirspurnum sé ekki svarað. Það er mín reynsla að það er gert. Ef ég væri að fara í hlaup erlendis myndi ég vilja vera með allar upplýsingar um hlaupið á hreinu,“ segir Guðmundur. 

Hefur ekki sent frekari upplýsingar

Í ágúst í fyrra hafði maður að nafni Michael Pendleton samband við Ásgeir Magnússon, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Hann sagði honum að forsvarsmenn hlaupsins Alphine High Events, hefðu beðið sig um að hafa samband við sveitarsjórann og greina honum frá fyrirhuguðu hlaupi 8. júlí í Vík. Hann kynnti sig ekki beint sem einn af þeim sem stæðu fyrir hlaupinu. 

Pendleton sagði sveitarstjóranum að hlaupið færi fram á þjóðveginum en Ásgeir segist hafa bent honum á að sækja þyrfti um leyfi fyrir slík. „Ég hafði á áhyggjur af því en á þessum tíma fara um þjóðveginn 2.800 til 3.500 manns og eflaust fleiri í sumar. Ég bað um fleiri upplýsingar. Það síðasta sem hann sendi mér var óútfyllt umsóknareyðublað um viðburði sem hann sagðist ætla að fylla út síðar,“ segir Ásgeir. 

Hann bendir á að ef nafn sveitarfélagsins á að vera tengt við hlaupið þarf samþykktir sveitarstjórnar en slík fyrirspurn var aldrei send inn. 

Enginn svarar í símann

Pendleton sendi Ásgeiri tvo tölvupósta og eitt símtal fór þeirra á milli í ágúst og september á síðast ári. „Við áttum stutt samtal en ekkert ákveðið í því símtali,“ segir Ásgeir og bætir við: „Meira veit ég ekki.“ 

Símanúmerið sem Pendleton gaf upp við Ásgeir er skráð í borginni Charleston í Bandaríkjunum. Þegar hringt er í umrætt númer hringir út.  

Hefur ekki verið leitað til lögreglunnar

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupinu hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi. Ef beðni um hlaupið yrði send núna til lögreglunnar myndi hún skoða það. „Við myndum ekki slá þetta beint út af borðinu en það er lágmark að tilskilin leyfi liggi fyrir ef það er farið að auglýsa viðburðinn,“ segir Sveinn. 

Í september fór fyrsta færsla á Twitter-síðu hlaupsins í loftið.  mbl.is

Innlent »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

18:10 Megin vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

16:23 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Skoðun Jóns Þórs ekkert nýtt

16:18 „Það er málefnalegt að allur þingheimur hafi allt sem allur þingheimur þarf til að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þetta þing treystir þessum ráðherra. Það að grafa undan því í einhverjum pólitískum tilgangi til þess að koma sér undan eigin ábyrgð er algjört hneyksli. Það er algjörlega óboðlegt.“ Meira »

Nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

15:28 Ríkisstjórnin ákvað í dag, að tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, að skipa þverpólítíska nefnd til að leiða vinnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Meira »

Hafði engin afskipti af nefndinni

15:09 „Hvaða erindi átti ráðherra við formann nefndarinnar?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, á Alþingi í dag í fyrirspurn til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Meira »

Minnst matarsóun hjá yfir 60 ára

15:57 Um 75% þeirra sem tóku þátt í könnun Umhverfisstofnunar síðasta haust á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar reyna að lágmarka matar- og drykkjarsóun. Hlutfallið er mjög svipað og mældist í sambærilegri könnun sem var framkvæmd haustið 2015. Meira »

Eiríkur stefnir ríkinu

15:26 Eiríkur Jónsson lagaprófessor hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Mega fækka dreifingardögum í þéttbýli

14:33 Póst- og fjarskiptastofnun telur ekki vera skilyrði fyrir því að breyta þeirri ákvörðun Íslandspósts að fækka dreifingardögum í þéttbýli. Stofnunin birti úrskurðinn á vef sínum í dag, en Íslandspóstur tilkynnti í nóvember að fækka ætti dreifingardögum í þéttbýli frá og með 1. febrúar nk. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
Til leigu snyrtilegt 25 fm einstaklingsrými
Til leigu í Kópavogi, stutt í strætó, Bónus o.fl. fr.o.m. 1. febr. eða eftir sa...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...