Lokaskýrslan væntanleg í næsta mánuði

Flugslysið varð við kapp­akst­urs­braut Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í ág­úst árið 2013.
Flugslysið varð við kapp­akst­urs­braut Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í ág­úst árið 2013. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skýrsla um orsakir flugslyss sem varð á Akureyri á frídegi verslunarmanna, 5. ágúst 2013, er nú í umsagnarferli hjá aðilum málsins. Komi ekkert upp í því ferli má gera ráð fyrir að lokaskýrslan komi út í byrjun maí. Þetta segir Þorkell Ágústsson, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, í samtali við mbl.is.

Um var að ræða sjúkra­flug­vél frá flug­fé­lag­inu Mý­flugi. Þrír voru í vél­inni þegar hún brot­lenti og lét­ust tveir þeirra, flug­stjóri og sjúkra­flutn­ingamaður. Þriðji maður­inn hlaut minni­ hátt­ar meiðsli.

Í októ­ber 2013 birti rann­sókn­ar­nefnd­in bráðabirgðaskýrslu um slysið. Þar kom fram að þegar flug­vél­in nálgaðist kapp­akst­urs­braut­ina hafi hún misst hæð og vinstri væng­ur henn­ar snert jörð við hægri hlið braut­ar­inn­ar með þeim af­leiðing­um að hún brot­lenti. Vél­in hafði flutt sjúk­ling til Reykja­vík­ur frá Hornafirði 5. ág­úst 2013 en þegar áhöfn sá til Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar og lauk blind­flugi var óskað eft­ir því við flugt­urn­inn að fá að fljúga einn hring yfir bæ­inn sem fékkst samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert