Áfram í varðhaldi grunaður um nauðgun

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur staðfesti fyrir helgi áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum á hóteli á Selfossi. Þá er hann grunaður um kynferðislega áreitni gagnvart þriðju konunni. Manninum er gert að sæta varðhaldi til 8. maí, en lögregla segir sterkan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um öll brotin þrjú.

Maður­inn, sem er spænsk­ur, var hneppt­ur í varðhald í kjöl­far hand­töku sinn­ar á vett­vangi mánu­dag­inn 13. fe­brú­ar. Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi all­ar göt­ur síðan. 

Í úr­sk­urði héraðsdóms, sem Hæstirétt­ur hef­ur nú staðfest, kem­ur fram að fall­ist sé á það með lög­reglu­stjóra að maður­inn sé und­ir sterk­um, rök­studd­um grun um að hafa brotið gegn tveim­ur kon­um með stuttu milli­bili und­ir morg­un þann 13. fe­brú­ar. 

Fram kemur að maðurinn viðurkenni að hafa haft kynmök við konurnar tvær, en að það hafi verið með þeirra samþykki. Segist hann hafa látið af háttsemi sinni um leið og hann hafi orðið þess áskynja að þær hafi ekki viljað þetta. Telur ákæruvaldið framburð hans hins vegar ótrúverðugan og er það byggt á því að kærði var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburði brotaþola og framburði vitna.

Að mati dóms­ins má ætla að gæslu­v­arðhald sé nauðsyn­legt með til­liti til al­manna­hags­muna.

Kon­urn­ar sem hann er grunaður um að hafa nauðgað voru sof­andi er hann er sagður hafa brotið gegn þeim. Þær voru í miklu upp­námi þegar þær til­kynntu brot­in. Sjúkra­liði þurfti að sprauta eina þeirra niður.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert