Hellirinn var heimili fólks

Laugarvatnshellir var áður nær alfaraleið og þar gátu vegfarendur keypt ...
Laugarvatnshellir var áður nær alfaraleið og þar gátu vegfarendur keypt sér kaffisopa á leið sinni yfir Lyngdalsheiðina. Tölvuteiknuð mynd/Laugarvatn Adventure

Framkvæmdir eru að hefjast við Laugarvatnshelli sem útbúa á sem ferðamannastað. Hellirinn er undir svonefndum Reyðarbarmi og ekki langt frá veginum yfir Lyngdalsheiði, milli Gjábakka við Þingvallavatn og Laugarvatns.

Þar til fyrir fáum árum var farinn vegur sem liggur skammt frá hellinum og þá var þetta vinsæll áningarstaður, þótt engin væri aðstaðan. Nú stendur til að koma henni upp, bæta aðgengi og fyrir framan munna hellisins verða seldar veitingar í þjóðlegum stíl. Það er Smári Stefánsson sem rekur fyrirtækið Laugarvatn Adventure sem stendur að þessu verkefni og ætlar hann að opna staðinn 1. júní næstkomandi.

Veitingasala áður fyrr

„Við stefnum að því að gera Laugarvatnshelli aðgengilegan gestum í eins upprunalegri mynd og mögulegt er. Gæða hann lífi á ný og miðla sögu og menningararfleifð til bæði heimamanna og gesta. Þetta er einn fárra hella á Íslandi sem hafa verið mannabústaðir og það ekki útilegumanna, heldur venjulegrar fjölskyldu,“ segir Smári Stefánsson.

Smári Stefánsson rekur fyrirtækið Laugarvatn Adventure.
Smári Stefánsson rekur fyrirtækið Laugarvatn Adventure. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson


Frá 1910 til 1911 bjuggu í Laugarvatnshelli hjónin Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir og höfðu þar búskap og seldu vegfarendum kaffi. Sama gerðu þau Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir sem þarna áttu heimili sitt frá 1918 til 1921 – og á þeim tíma eignuðust þau þrjú börn.

„Markmið okkar er að endurgera hellinn í þeirri mynd sem hann var þegar búið var í honum. Þannig geta gestir gert sér í hugarlund hvernig fjölskyldurnar tvær bjuggu og hvernig raunveruleiki þeirra var,“ segir Smári. Verkið segir hann munu byrja á því að mokað verði út úr hellinum, en gólf hans hefur hækkað mikið á síðustu áratugum vegna jarðvegsfoks og sauðataðs, enda leitar fé gjarnan skjóls þarna þegar það gengur úti á sumrin. Þá verður byggt þil framan við munna hellisins og innan þess verða settar upp innréttingar í baðstofustíl, rétt eins og voru þegar búið var í hellinum fyrir tæpri öld.

Smári Stefánsson, sem er frá Akureyri, hefur lengi búið á Laugarvatni og kennt við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands þar. „Við vildum skapa okkur tækifæri hér á Laugarvatni og bæta við þá starfsemi í ferðaþjónustu sem við þegar erum með, svo sem ferðir í hraunhella og fleira skemmtilegt. Þetta er góð viðbót,“ segir Smári og vekur athygli á því að Laugarvatnshellir sé skammt frá fjölförnum vegi á gullna hringnum. Megi halda því fram að nú hafi enn ein perla og áhugaverður viðkomustaður bæst við á þeirri leið.

„Það er einstakt að búið hafi verið í hellinum, enginn er að segja þá sögu með jafn áþreifanlegum hætti og við hyggjumst gera. Sagan varðveitist og verður gædd lífi sem ekki hefur verið gert áður með jafn áþreifanlegum hætti. Öll vinna við endurgerð híbýlanna verður unnin í nánu samráði við Minjastofnun Íslands og við erum í góðu samstarfi við fólk þar. Það er raunar mjög mikilvægt að hafa gott samráð við alla sem til þekkja í svona málum svo vel takist til í þessari endurbyggingu sem við fjármögnum að stærstum hluta sjálf,“ segir Smári að síðustu.

Innlent »

Höfðu neitað bólusetningu

14:55 Alls greindust 19 einstaklingar með kíghósta í fyrra. Af þeim voru sex undir tveggja ára aldri en fimm þeirra voru undir þriggja mánaða aldri. Yngstu tvö börnin voru óbólusett. Forráðamenn eins árs gamals barns höfðu neitað barninu um bólusetningu, samkvæmt yfirliti frá sóttvarnalækni. Meira »

FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

14:39 Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar ætla að keyra þúsundir kílómetra á HM í Rússlandi á 10 ára gamalli Lödu Sport bifreið sem er máluð í íslensku fánalitunum og FIFA ætlar að fjalla um verkefnið í heimildarmynd. Þeir félagar buðu Ásgeiri Páli útvarpsmanni á K100 á rúntinn. Meira »

Jafnlaunavottun rædd á BBC

13:59 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lögum um jafn­launa­vott­un sé ætlað að tryggja jöfn laun á Íslandi óháð kyni, kynferði eða uppruna. Í dag sé kynbundin launamunur 4,8% á Íslandi en rætt var við Katrínu um málið á BBC í dag. Meira »

Allir vilja tala við Heimi

13:30 „Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Við höfum þurft að velja og hafna og það þarf að vera eitthvað sérstakt til að við reynum að koma fleirum að,“ segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Dúxinn sló met skólameistarans

13:22 „Ég bjóst ekki við þessu, þetta kom mér á óvart,“ segir Erla Ingileif Harðardóttir sem brautskráðist frá Framhaldsskólanum á Laugum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum. Erla Ingileif dúxaði með einkunnina 9,51. Meira »

Úrskurðuð látin í gærkvöldi

12:54 Tilraunir til endurlífgunar karls og konu á fimmtugsaldri frá Bandaríkjunum, sem flutt voru frá Villingavatni á sjúkrahús í Reykjavík í gær, báru ekki árangur og voru þau úrskurðuð látin í gærkvöldi. Að ósk aðstandenda verða nöfn þeirra ekki birt. Meira »

94 ný tilvik lifrarbólgu C

12:45 Alls greindust 94 með lifrarbólgu C á Íslandi í fyrra. Einn Íslendingur lést á árinu af völdum lifrarfrumukrabbameins sem rekja mátti til viðvarandi sýkingar af völdum lifrarbólgu C. Meira »

Refsing lækkuð í líkamsárásarmáli

12:03 Landsréttur mildaði fyrir helgi refsingu yfir manni sem var sakfelldur fyrir líkamsárás. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meira »

Sárasótt sker sig úr

11:25 Sárasóttin sker sig úr hvað varðar fjölgun greindra tilfella kynsjúkdóma á Íslandi á árinu 2017 sem er langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Á árinu 2017 greindust alls 39 einstaklingar með sárasótt. Meira »

Varað við ferðalögum á morgun

11:07 Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Krapi er á Laxárdalsheiði. Hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálkublettir og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Ófært er á Nesjavallaleið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Leit hafin að nýju við Ölfusá

09:33 Leit er hafin að nýju að manninum sem talinn er hafa stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Leitarhópar munu ganga meðfram og sigla á bátum. Meira »

Lyf sem bjargar mannslífum

09:23 Fimmtán lyfjatengd andlát eru til skoðunar hjá embætti landlæknis. Fólkið lést á fyrstu 79 dögum ársins, frá 1. janúar til 20. mars. Ópíóíðar (morfínskyld lyf) fundust í átta þeirra. Neyðarlyfið Naloxon getur komið í veg fyrir andlát ef það er gefið nægjanlega fljótt eftir ofskömmtun. Meira »

Vetrarfærð í sumarbyrjun

07:57 Búast má við éljum á fjallvegum fram undir hádegi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands en lögreglan á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra segir að þar hafi snjóað. Spáin er þokkaleg fyrir daginn í dag en síðan versnar veður enn á ný á morgun. Meira »

Leit hefst um 9

07:16 Leit hefst að nýju í og við Ölfusá upp úr klukkan 9 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.   Meira »

Dópaðir og drukknir undir stýri

06:42 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt tengdust fíkniefnum og áfengisneyslu að mestu. Sex voru teknir ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða og afskipti höfð að fólki með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut

Í gær, 22:59 Umferðaróhapp varð á Kringlumýrarbraut við Borgartún rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent bæði sjúkrabíl og dælubíl á vettvang. Meira »

Þungur dagur á Suðurlandi

Í gær, 21:34 Dagurinn hefur verið þungur og annasamur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, því auk víðtækrar leitar að manni sem fór í Ölfusá síðustu nótt lentu tveir bandarískir ferðamenn í slysi er þau voru við veiðar í Þingvallavatni. Meira »

Kuldaleg hvítasunna víða

Í gær, 21:00 Staðbundin snjókoma hefur verið á landinu í dag og þessa stundina er hreinlega vetrarlegt um að litast á Hólum í Hjaltadal. Snjóað hefur víðar á láglendi á norðvestanverðu landinu nú síðdegis og fram á kvöld og víðar til fjalla. Meira »

„Glaðir með hvað þetta gekk vel“

Í gær, 19:45 „Ef þeir hefðu farið frá bátnum hefði verið mjög erfitt að finna þá í ölduganginum sem var. Í svona aðstæðum eru það bara stærri skip eða þyrla sem hafa einhverja yfirsýn,“ segir Baldur Ingi Baldursson, formaður Skagfirðingasveitar, sem í gær kom tveimur til bjargar úr sjávarháska í Skagafirði. Meira »
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Tattoo
...
 
Samaugl 20732/20724
Tilboð - útboð
*Nýtt í auglýsin...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...