Hellirinn var heimili fólks

Laugarvatnshellir var áður nær alfaraleið og þar gátu vegfarendur keypt ...
Laugarvatnshellir var áður nær alfaraleið og þar gátu vegfarendur keypt sér kaffisopa á leið sinni yfir Lyngdalsheiðina. Tölvuteiknuð mynd/Laugarvatn Adventure

Framkvæmdir eru að hefjast við Laugarvatnshelli sem útbúa á sem ferðamannastað. Hellirinn er undir svonefndum Reyðarbarmi og ekki langt frá veginum yfir Lyngdalsheiði, milli Gjábakka við Þingvallavatn og Laugarvatns.

Þar til fyrir fáum árum var farinn vegur sem liggur skammt frá hellinum og þá var þetta vinsæll áningarstaður, þótt engin væri aðstaðan. Nú stendur til að koma henni upp, bæta aðgengi og fyrir framan munna hellisins verða seldar veitingar í þjóðlegum stíl. Það er Smári Stefánsson sem rekur fyrirtækið Laugarvatn Adventure sem stendur að þessu verkefni og ætlar hann að opna staðinn 1. júní næstkomandi.

Veitingasala áður fyrr

„Við stefnum að því að gera Laugarvatnshelli aðgengilegan gestum í eins upprunalegri mynd og mögulegt er. Gæða hann lífi á ný og miðla sögu og menningararfleifð til bæði heimamanna og gesta. Þetta er einn fárra hella á Íslandi sem hafa verið mannabústaðir og það ekki útilegumanna, heldur venjulegrar fjölskyldu,“ segir Smári Stefánsson.

Smári Stefánsson rekur fyrirtækið Laugarvatn Adventure.
Smári Stefánsson rekur fyrirtækið Laugarvatn Adventure. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson


Frá 1910 til 1911 bjuggu í Laugarvatnshelli hjónin Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir og höfðu þar búskap og seldu vegfarendum kaffi. Sama gerðu þau Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir sem þarna áttu heimili sitt frá 1918 til 1921 – og á þeim tíma eignuðust þau þrjú börn.

„Markmið okkar er að endurgera hellinn í þeirri mynd sem hann var þegar búið var í honum. Þannig geta gestir gert sér í hugarlund hvernig fjölskyldurnar tvær bjuggu og hvernig raunveruleiki þeirra var,“ segir Smári. Verkið segir hann munu byrja á því að mokað verði út úr hellinum, en gólf hans hefur hækkað mikið á síðustu áratugum vegna jarðvegsfoks og sauðataðs, enda leitar fé gjarnan skjóls þarna þegar það gengur úti á sumrin. Þá verður byggt þil framan við munna hellisins og innan þess verða settar upp innréttingar í baðstofustíl, rétt eins og voru þegar búið var í hellinum fyrir tæpri öld.

Smári Stefánsson, sem er frá Akureyri, hefur lengi búið á Laugarvatni og kennt við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands þar. „Við vildum skapa okkur tækifæri hér á Laugarvatni og bæta við þá starfsemi í ferðaþjónustu sem við þegar erum með, svo sem ferðir í hraunhella og fleira skemmtilegt. Þetta er góð viðbót,“ segir Smári og vekur athygli á því að Laugarvatnshellir sé skammt frá fjölförnum vegi á gullna hringnum. Megi halda því fram að nú hafi enn ein perla og áhugaverður viðkomustaður bæst við á þeirri leið.

„Það er einstakt að búið hafi verið í hellinum, enginn er að segja þá sögu með jafn áþreifanlegum hætti og við hyggjumst gera. Sagan varðveitist og verður gædd lífi sem ekki hefur verið gert áður með jafn áþreifanlegum hætti. Öll vinna við endurgerð híbýlanna verður unnin í nánu samráði við Minjastofnun Íslands og við erum í góðu samstarfi við fólk þar. Það er raunar mjög mikilvægt að hafa gott samráð við alla sem til þekkja í svona málum svo vel takist til í þessari endurbyggingu sem við fjármögnum að stærstum hluta sjálf,“ segir Smári að síðustu.

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...