Megas, Katrín og Vilhjálmur frumsemja málshætti

Megas, Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason eru meðal þeirra sem …
Megas, Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason eru meðal þeirra sem frumsömdu málshætti fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Fyrir tveimur árum fékk Sunnudagsblað Morgunblaðsins fólk úr ýmsum áttum til að frumsemja málshætti fyrir blaðið sem kom út á páskadag. Það vakti svo mikla lukku að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár og hver veit nema nú sé kominn hefð fyrir því að Sunnudagsblaðið birti frumsamda málshætti um hverja páska. 

23 Íslendingar sömu á fimmta tug málshátta fyrir blaðið og birtast þeir á páskadag.

Að setja málshætti inn í súkkulaðipáskaegg er séríslenskur siður og er líklega ein ástæðan fyrri því að þekktir erlendir súkkulaðiframleiðendur hafa ekki náð að herja að ráði á íslenskan páskaeggjamarkað. Í þeirra súkkulaðiegg- og kanínur vantar nefnilega aðalatriðið; málsháttinn.

Meðal þeirra málshátta sem sjá má í blaðinu um helgina eru:

„Það skyldu menn þenja spart sem þolir óstórar teygjur.“

Megas

„Oft veltir lítill þingmaður þungu hlassi.“

Katrín Jakobsdóttir

„Þeir muna betur sem áminntir eru.“

Sigurður Ingi Jóhannsson

„Páskaegg er páskaegg er páskaegg er páskaegg.“

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

„Api er api þótt af sé halinn.“

Vilhjálmur Bjarnason

„Það sem virðist verst þegar það gerist gagnast manni oft best.“

Silja Aðalsteinsdóttir.

„Enginn er verri þótt hann borði páskaegg barnsins síns eftir djammið, ef hann bara kaupir nýtt í tæka tíð.“

Berglind „Festival“ Pétursdóttir

„Fátítt er að týnast á leið sinni til visku.“

Eva María Jónsdóttir

„Svört er ára svikahrappsins.“

Herdís Egilsdóttir

„Flík er besta sólvarvörnin.“

Stefán Hilmarsson

„Enginn á líf sitt einn.“

Njörður P. Njarðvík

 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »