Vilja að dánarbúið leiti að reikningum

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/RAX

Ættingjar Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa í Reykjavík, ætla að leggja fram kröfu á skiptafundi á morgun um að dánarbú Ingvars Helgasonar og eiginkonu hans fjármagni leit að leynireikningum sem þeir telja að tilheyri dánarbúinu.

Rúv segist hafa heimildir fyrir þessu.

Í síðasta mánuði felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Láru V. Júlíusdóttur hrl., sem er skiptastjóri yfir dánarbúi hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Ingvars Helgasonar, væri heimilt að ráða til starfa breska rannsóknarfyrirtækið K2 Intelligence.

Júlíus Vífill, sem er sonur Ingvars Helgasonar, sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að upp komst að hann hefði stofnað aflandsfélag í Panama.

mbl.is