600 lítrar í fyrstu tilraun

Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið ...
Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið vor á Teigi III í Fljótshlíð.

„Það er hægt að framleiða mat hérna á Íslandi. Þannig að þetta var allavega mjög skemmtileg tilraun,“ segir Hlín Hólm repjubóndi í samtali við Morgunblaðið. Hlín og eiginmaður hennar, Guðbjörn Árnason, eru búsett í Reykjavík en Guðbjörn er ættaður úr Fljótshlíðinni þar sem þau eiga jörðina Teig III.

Þar hófu þau repjurækt síðastliðið vor og hafa nú framleitt 600 lítra af repjuolíu. Þau hafa þegar hafist handa við að setja hluta olíunnar, 200 lítra, á flöskur sem þau dreifa til vina og vandamanna en restina stendur til að nota á fiskiskipaflotann.

Hlín segir sífellt fleiri sýna repjuolíunni áhuga og nú sé mikil vakning í því að neyta hollra matvæla úr eigin nærumhverfi. „Sumir taka þetta eins og lýsi, taka bara eina matskeið á dag,“ segir Hlín. Sjálf kveðst hún afar hrifin af repjuolíunni og notar hana í nær alla eldamennsku á sínu heimili. „Þetta er bara alveg dásemdar vara, og svo er svo gaman að gera eitthvað svona sjálfur,“ segir Hlín. „Maður líka finnur til pínu ábyrgðar, maður á land og það er fólk í heiminum að svelta, verður maður ekki að taka þátt og gera eitthvað?“

Hluti olíunnar fer á skip

Hlín starfar hjá Samgöngustofu en þar starfar einnig einn helsti repjusérfræðingur landsins, Jón Bernódusson, sem var helsti ráðgjafi þeirra hjóna við ferlið. Síðastliðið vor sáðu þau repjufræi í rúman hektara á landareigninni og var sprettan góð. Í haust var svo uppskeran þreskt, fræið þurrkað og loks pressað svo úr Urðu 600 lítrar af repjuolíu. Að sögn Hlínar fengu þau einnig góða aðstoð frá Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, sem sjálfur leggur stund á repjuræktun.

Hugmyndir eru uppi um að restin af olíunni, um 400 lítrar, verði notuð á íslenska fiskiskipaflotann. „Við duttum í raun inn í slíkt verkefni sem var í gangi. Við gerðum samkomulag við Jón Bernódusson, sem stjórnar repjurannsóknum Samgöngustofu, og sem var okkar ráðgjafi í þessu ferli um að hluti olíunnar sem kæmi úr ræktuninni færi á skip hjá Skinney-Þinganesi á Höfn,“ útskýrir Hlín en þau hafa nú hug á að halda ræktun áfram og taka þátt í fleiri slíkum verkefnum.

Öflugur orkugjafi

Repja hefur gjarnan verið notuð til að framleiða lífdísil víða um heim og hefur einnig verið notuð í fóður fyrir skepnur. Hér á landi hefur repjuolía í auknum mæli verið framleidd til manneldis á undanförnum árum en olían inniheldur omega 3, 6 og 9 fitusýrur sem þykja afar hollar fyrir líkamann.

Samkvæmt skýrslu Samgöngustofu frá árinu 2013 er um helmingur lífmassa repjuplöntunnar stönglar sem nýta má sem áburð eða orkugjafa. Hinn helmingurinn er fræin sem breyta má í olíu og fóðurmjöl en 15% af lífmassanum er olía og 85% er hægt að nýta beint eða óbeint sem fæðu fyrir menn og dýr. Allur lífmassinn nýtist því sem orka eða fæða að því er segir í skýrslunni.

Innlent »

Tryggði réttinn á Ísafirði

19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuðu klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

18:10 Megin vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna veðurs. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

16:23 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Skoðun Jóns Þórs ekkert nýtt

16:18 „Það er málefnalegt að allur þingheimur hafi allt sem allur þingheimur þarf til að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þetta þing treystir þessum ráðherra. Það að grafa undan því í einhverjum pólitískum tilgangi til þess að koma sér undan eigin ábyrgð er algjört hneyksli. Það er algjörlega óboðlegt.“ Meira »

Minnst matarsóun hjá yfir 60 ára

15:57 Um 75% þeirra sem tóku þátt í könnun Umhverfisstofnunar síðasta haust á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar reyna að lágmarka matar- og drykkjarsóun. Hlutfallið er mjög svipað og mældist í sambærilegri könnun sem var framkvæmd haustið 2015. Meira »

Eiríkur stefnir ríkinu

15:26 Eiríkur Jónsson lagaprófessor hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Mega fækka dreifingardögum í þéttbýli

14:33 Póst- og fjarskiptastofnun telur ekki vera skilyrði fyrir því að breyta þeirri ákvörðun Íslandspósts að fækka dreifingardögum í þéttbýli. Stofnunin birti úrskurðinn á vef sínum í dag, en Íslandspóstur tilkynnti í nóvember að fækka ætti dreifingardögum í þéttbýli frá og með 1. febrúar nk. Meira »

Nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

15:28 Ríkisstjórnin ákvað í dag, að tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, að skipa þverpólítíska nefnd til að leiða vinnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Meira »

Hafði engin afskipti af nefndinni

15:09 „Hvaða erindi átti ráðherra við formann nefndarinnar?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, á Alþingi í dag í fyrirspurn til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Meira »

Tilgangur þingmannsins augljós

14:29 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tókust harkalega á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Staðreyndin er sú því miður að dómsmálaráðherra hefur skapað vantraust á dómskerfið,“ sagði Jón Þór þar sem hann ræddi Landsréttarmálið. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
Sundföt
...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Von og bjargir, Grensásvegi 14 bakhús
Von og bjargir, góðgerðarsamtök hafa um árabil rekið nytjamarkað og er staðsett ...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...