Grunaður um að hafa skorið mann á háls

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás 8. mars síðastliðinn. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í viku eftir meint brot í en hefur setið í fangelsi eftir það. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. apríl. 

Maðurinn er grunaður um að hafa 8. mars síðastliðinn skorið brotaþola á háls. Skurðurinn sem hann hlaut var 20 cm að lengd og teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin og var skurðurinn gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.

Í skýrslutöku hjá lögreglu kemur fram að ákærði hafi tekið bíl brotaþola tveimur dögum áður. Brotaþolinn fór því heim til ákærða til að fá bílinn aftur en þá réðst hann á brotaþola með fyrrgreindum afleiðingum.  

Samkvæmt brotaþola hafi þrír aðilar verið í íbúðinni að undanskildum honum og ákærða og hafi þeir séð það sem gerðist. Þar af ein kona sem ákærði hótaði lífláti auk brotaþola. 

Ákærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent héraðssaksóknara á næstu dögum.

Hér er dómur Hæstaréttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert