Hafa vanist skothríð og sprengingum

Papp ræðir við sýrlensk börn.
Papp ræðir við sýrlensk börn. Ljósmynd/SOS Barnaþorp

Í vesturhluta Aleppo situr fólk á kaffihúsum og kaupir sér ís en í austurhluta borgarinnar hafa átökin milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna ekki látið eitt einasta hús ósnortið. Neyðin er mikil; fólk þarf að ganga marga kílómetra til að nálgast vatn og börn jafnt sem fullorðnir þurfa sárlega á áfallahjálp að halda.

Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Andreas Papp, yfirmanns neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna, í Háskóla Íslands í morgun. Papp starfaði um tíu ára skeið hjá Læknum án landamæra og hefur m.a. reynslu af neyðaraðstoð í Afríku. Hann heimsótti Sýrland í mars sl. og ferðaðist m.a. til Damaskus og Aleppo.

„Ég hef aldrei séð aðra eins eyðileggingu,“ sagði Papp um ástandið í Aleppo, þar sem hann sagði þörfina á lífsnauðsynjum mikla. Hann ferðaðist frá Damaskus til Aleppo á svæðum undir stjórn sýrlenska hersins en að sögn Papp geta hjálparsamtök yfirleitt aðeins starfað á svæðum annars hinna stríðandi aðila.

Í austurhluta Aleppo búa um 1,5 milljónir manna en „ekki eitt einasta hús stendur heilt,“ sagði Papp. Hann sagði borgarhlutann eyðilagðan. Engu að síður væri fólk að snúa aftur til að athuga hvort eitthvað væri eftir; hvort einhverja framtíð væri að finna í heimaborginni.

Hann sagði ekkert rennandi vatn í austurborginni og við vatnstanka í eigu SOS Barnaþorpa hefði hann átt samtal við mann sem færi margar ferðir á dag til að sækja vatn. Leiðin sem hann færi teldi marga kílómetra.

„90% eru konur og börn," sagði Papp en mennirnir hefðu annaðhvort gengið til liðs við hinar stríðandi fylkingar eða væru látnir. Hann sagði áhyggjuefni að börnin ættu ekki svar við því hvað þau vildu; ef hann spyrði son sinn þeirrar spurningar fengi hann langan lista en börnin í Aleppo svöruðu með þögn.

Þau vita hins vegar hvað þau vilja verða; læknar, kennrarar, bakarar. Í borgarhlutanum eru 14 skólar í rúst, sem þyrfti að endurreisa til að koma börnunum aftur í nám, sagði Papp. SOS Barnaþorp hafa þegar áætlanir um að endurbyggja einn skóla sem uppreisnarmenn notuðu sem sjúkrahús og fangelsi en fjármagn vantar.

Samtökin starfræktu barnaþorp í Aleppo sem þau neyddust til að yfirgefa í kjölfar árásar í nágrenninu. Eins og stendur starfrækja þau barnaþorp í Damaskus og tvær miðstöðvar þar sem börn eru hýst tímabundið. Þar dvelja 210 börn; börn sem hafa oftar en ekki fundist á götunni og eiga enga að. Samtökin greiða fjölskyldum fyrir að senda börnin sín í skóla til að forða þeim frá því að vera látin vinna frá unga aldri. Þá hafa þau séð tugum barna fyrir nauðsynlegum skurðaðgerðum og læknisþjónustu.

Papp sagði SOS Barnaþorp eiga í samstarfi við Rauða krossinn ...
Papp sagði SOS Barnaþorp eiga í samstarfi við Rauða krossinn um að finna foreldra eða aðstandendur barna sem hefðu endað í þeirra umsjá. Oft væru það hermenn eða bara almennir borgarar sem kæmu með börnin til samtakanna, eftir að hafa fundið þau á götunni. mbl.is/Árni Sæberg

Eiga þau von?

Papp freistaði þess að svara því hvort unga kynslóðin í Sýrlandi ætti sér von. „Já, það er von,“ sagði hann. Það þyrfti fyrst og fremst að hjálpa börnunum að vinna úr og komast yfir þau áföll sem þau hefðu orðið fyrir og síðan að mennta þau. Hann sagði sláandi að upplifa hvernig þau hefðu vanist átökunum í kringum sig og hvernig skothríð og sprengingar hreyfðu vart við þeim.

Þegar Papp hafði lokið erindi sínu svaraði hann spurningum frá viðstöddum og var m.a. spurður um öryggi á starfssvæðum SOS Barnaþorpa í Sýrlandi. Hann útskýrði þá hvernig stríðandi fylkingar innheimtu oft gjald, eða „skatt“, af hjálparsamtökum en sagði það ekki eiga við í Damaskus. Hann sagði öryggi vissulega eitt helsta áhyggjuefni samtakanna enda erfitt að vinna með báðum aðilum á átakasvæðum. Rauði krossinn væri í raun einu samtökin sem kæmust upp með það en ágætt samstarf er með samtökunum tvennum.

Aðspurður sagði Papp SOS Barnaþorp ávallt freista þess að veita foreldrum sálræna aðstoð jafnt sem börnunum. Stærsta vandamálið sem blasti við væri hins vegar skortur á sérmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki. Sagði hann samtökin freista þess að afla sýrlenskum starfsmönnum þjálfunar erlendis og að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar.

Hann ítrekaði að samtökin tækju ekki afstöðu til átakanna í Sýrlandi og benti á að sama gilti í raun um íbúa austurhluta Aleppo; í fjölmiðlum hefði sú mynd verið dregin upp að íbúarnir væru allir á bandi uppreisnarmanna en það væri fjarri sanni. Flestir vildu bara vera heima hjá sér og hefðu freistað þess þar til þeim var ekki stætt lengur í borginni.

Papp kom einnig inn á ástandið í víðara samhengi og sagði um helming allra á vergangi yngri en 18 ára. SOS Barnaþorp hefðu unnið að því að skapa „barnavæn“ svæði á viðkomustöðum flóttamanna en í dag sæti fólk víða fast þar sem landamærum hefði verið lokað. Þá kom hann m.a. inn á hugmyndir um að smíða samræmda námskrá fyrir flóttabörn sem þau gætu fylgt eftir á vegferð sinni, hvar sem þau væru niðurkomin og í umsjá hvaða hjálparsamtaka sem væri.

mbl.is

Innlent »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur snéri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Húsnæði 365 sett á leigu

12:01 Fasteignafélagið Reitir hefur sett á leigu húsnæði að Skaftahlíð 24. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Húsin tvö, sem samtals eru um 5.000 fermetrar, hafa um nokkurt skeið hýst skrifstofur 365 miðla, sem rekið hafa Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og fleiri miðla. Meira »

Slökktu í alelda bíl í Reykjavík

11:21 Á ellefta tímanum í morgun fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eld í bíl að Blesugróf í Elliðaárdal í Reykjavík. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda og var slökkt í honum. Er bíllinn gjörónýtur eftir brunann. Meira »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...