Rafræn rukkun í þjóðgarðinum

Áætlað er að byrja gjaldtökuna á bílastæðum við Skaftafell.
Áætlað er að byrja gjaldtökuna á bílastæðum við Skaftafell. mbl.is/Brynjar Gauti

„Vatnajökulsþjóðgarður hefur hingað til ekki verið að rukka inn bílastæðagjöld, en við erum að horfa til þess að geta gert það núna,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um fyrirhugaða gjaldtöku við bílastæði.

Hugbúnaðarfyrirtækið Computer vision ehf. hefur sett upp rafrænt og sjálfvirkt eftirlits- og innheimtukerfi við Vatnajökulsþjóðgarð en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir  Þórður að einungis sé verið að prófa vélarnar.

„Við erum ekki búin að ganga frá neinum samningum. Það er búið að koma vélunum sjálfum fyrir en það er ekkert farið að rukka neitt,“ segir hann. Þórður telur hins vegar líklegt að hægt sé að hefja gjaldtökuna í maí næstkomandi.

Byrja á bílastæðum í Skaftafelli

Þórður segir ekki standa til að rukka inn á öll bílastæði í þjóðgarðinum. „Þetta verður ekki á mörgum stöðum, við erum að skoða kannski tvö til þrjú bílastæði í þjóðgarðinum. Við erum fyrst og fremst að horfa á Skaftafell í byrjun. Þar er mesti fjöldinn.“ Spurður um fjöldann í Skaftafelli áætlar hann að um 800.000 manns fari þar um í ár.

Þórður segir að lagaheimildir fyrir gjaldtöku þurfi að vera skýrar áður en verkefnið fari af stað. „Við þurfum að hafa allar heimildar klárar. Orðalagið í lögum þarf að vera skýrt um hvaða innheimtu lagaheimildirnar leyfa. Við getum ekki verið með almennt orðalag í lögunum.“ Umhverfisráðherra vinnur nú að frumvarpi sem skýrir heimild til gjaldtöku um Vatnajökulsþjóðgarð, en frumvarpið á eftir að hljóta samþykki þingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert