Aðalmeðferð lokið í hópmálsókn gegn ríkinu

Gestir hátíðarinnar voru afar ósáttir við lögregluna.
Gestir hátíðarinnar voru afar ósáttir við lögregluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í hópmálsókn fjögurra einstaklinga gegn íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á Vesturlandi lauk á þriðjudaginn.

Stefnendur krefjast viðurkenningar á ólögmætum þvingunaraðgerðum lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival á Hellissandi árið 2015. Að sögn lögmanns hópsins, Helgu Völu Helgadóttur, eru stefnendur í málinu einungis hluti af þeim sem upplifðu brotið á sér á hátíðinni. Vænta má niðurstöðu dómsins innan fjögurra vikna.

Tónlistarhátíðin Extreme Chill hefur verið haldin árlega síðan 2009. Árið 2015 var viðbúnaður lögreglu meiri en áður og kvörtuðu margir gestir undan framferði lögreglunnar. Skipuleggjendur hátíðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla um að lögreglan hefði haldið hátíðargestum í heljargreipum frá því þeir komu á svæðið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert