Andlát: Friðfinnur Hermannsson

Friðfinnur Hermannsson
Friðfinnur Hermannsson

Friðfinnur Hermannsson viðskiptafræðingur lést á líknardeild Landspítalans síðastliðinn mánudag, 53 ára að aldri.

Friðfinnur fæddist í Reykjavík 4. júní 1963, sonur Guðríðar S. Friðfinnsdóttur og Hermanns Árnasonar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1983 og lauk prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 1989. Þá stundaði hann frönskunám í Lyon í Frakklandi veturinn 1989-90.

Friðfinnur gengdi ýmsum störfum í atvinnulífinu, m.a. á Akureyri, en lengst starfaði hann sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík. Síðustu árin var hann stjórnunarráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Nolta en hann var einn stofnenda og eigenda þess fyrirtækis. Hann vann með stjórnendum í nánast öllum atvinnugreinum við stefnumótun, liðsheild og umbótastarf.

Friðfinnur starfaði að félagsmálum. Sat m.a. í menningarmálanefnd Húsavíkur og stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar. Hann lék með meistaraflokki KA í knattspyrnu um nokkurra ára skeið, þar af 55 leiki í úrvalsdeildinni.

Eiginkona Friðfinns, Berglind Svavarsdóttir, lifir mann sinn ásamt þremur börnum þeirra.

Útför Friðfinns verður gerð frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 28. apríl nk. klukkan 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert