Starfsemin nú þegar lömuð

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Starfsemi United Silicon liggur niðri þar til viðgerðum vegna elds, sem kom upp aðfaranótt þriðjudags, verður lokið,“ segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála United Silicon, og bætir við að enn fremur sé unnið að úrbótum vegna kvartana um lykt frá starfsemi verksmiðjunnar.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík verði lokuð um óákveðinn tíma frá og með morgundeginum. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir fyrirtækið nú hafa frest til morguns til að veita andmæli við ákvörðun um lokun.

Meðal þess sem Umhverfisstofnun gerir athugasemd við í starfsemi kísilmálmverksmiðju United Silicon er hætta á að út í andrúmsloftið streymi efni sem geti haft langtímaáhrif á heilsu fólks.

„Það er alveg ljóst af okkar hálfu að starfsemi fyrirtækisins fer ekki í gang fyrr en við höfum gert viðeigandi endurbætur. Hingað til lands eru komnir sérfræðingar frá Noregi og við erum í þessum töluðu orðum að vinna með þeim að lausn vandans,“ segir Kristleifur í Morgunblaðinu í dag og bendir jafnframt á að von sé á niðurstöðum mælinga Matís eftir helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert