Taka ákvörðun í júní

Ein hugmynd að velli í Laugardal.
Ein hugmynd að velli í Laugardal. Teikning/Bj.Snæ arkitektar

„Þetta er komið á lokastig í þeirri vinnu sem Borgarbragur og Lagardére Sport hafa stýrt. Við erum að vonast til þess að kynna málið og taka ákvörðun um framhaldið snemmsumars, stefnum á byrjun júní.“

Þetta segir Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), spurður um stöðuna á nýjum leikvangi í Laugardalnum. Reykjavíkurborg og KSÍ sömdu við Borgarbrag og Lagardére Sport um að gera hagkvæmnisathugun vegna uppbyggingar nýs þjóðarleikvangs.

„Það er verið að vinna að lokadrögum og endanlegum hagkvæmnisútreikningum til að stilla upp þeim valkostum sem eru í stöðunni við endurbyggingu vallarins, sem er auðvitað tímabær,“ segir Guðni.

Hann segir að ekki sé tímabært að fullyrða hversu margir valkostir verði í boði þegar lokadrög verði klár. „Við erum að reyna að vanda þessa vinnu og velja síðan hentugasta valkostinn. Laugardalsvöllurinn er 60 ára núna og það verður þá líka að horfa hálfa öld fram í tímann, þannig það er ljóst að það þarf að vanda valið.“

Nýr völlur nauðsynlegur

Guðni bætir við að engin formleg ákvörðun hefur verið tekin á þessu stigi en ítrekar nauðsyn á nýjum velli. „Laugardalsvöllurinn þarf á endurbyggingu að halda, við erum á undanþágum með ýmislegt hvað stórleiki varðar. Svona vellir endast auðvitað bara ákveðinn tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert