Víða hálka eða hálkublettir

Svona var umhorfs rétt fyrir klukkan 8 í námunda við …
Svona var umhorfs rétt fyrir klukkan 8 í námunda við Litlu kaffistofuna. Ljósmynd/Vegagerðin

Hálkublettir eru á fjallvegum á Suðurlandi að sögn Vegagerðarinnar. Þá er hálka og hálkublettir á Vesturlandi og sums staðar snjóþekja, einhver skafrenningur er á fjallvegum. 

Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en hreinsað verður með morgninum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vestfjörðum. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka og hálkublettir. Á Norðausturlandi er hálka og snjóþekja og víða hálkublettir.

Það er að mestu greiðfært á Austurlandi en hálkublettir á fjallvegum.

Greiðfært er með suðausturströndinni.

Vefur Vegagerðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert