Bærinn tapar verði af lokun

Umhverfisstofnun vill láta loka starfseminni í Helguvík.
Umhverfisstofnun vill láta loka starfseminni í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Komi til þess að kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verði lokað um óákveðinn tíma eða alfarið er ljóst að bærinn verður fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni.“

Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í Morgunblaðinu í dag en Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka starfsemi fyrirtækisins um óákveðinn tíma.

„Bærinn mun missa tekjur af höfninni ef starfsemi verksmiðjunnar leggst niður og auðvitað útsvarsgreiðslur þeirra fjölda starfsmanna sem þarna starfa. Í raun eru hundrað lausir endar, sem við höfum ekki látið greina, komi til verulegrar lokunar,“ segir Kjartan Már og veltir t.a.m. upp þeim spurningum hvað verði um mannvirkin, loki verksmiðjan alfarið, og hver eigi að kosta niðurrif þeirra komi það til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert