Ekki vorverður í kortunum næstu daga

Ekkert vorveður er í kortunum næstu daga.
Ekkert vorveður er í kortunum næstu daga. mbl.is/Kristinn

Það verður ekki margt sem minnir á vor eða sumar í veðurkortunum næstu daga, jafnvel þó að sumardagurinn fyrsti sé liðinn. Þetta kemur fram í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofunni. Útlit sé fyrir meinleysislegt veður í dag og á morgun, með smá éljum á víð og dreif. Jafnvel kunni að snjóa syðst á landinu annað kvöld.

Norðvestanátt 13-18 m/s verður austast á landinu í dag, en lægir smám saman. Annars staðar verður mun hægari suðvestlæg eða breytileg átt.

Á morgun er síðan útlit fyrir vestanátt 3-8m/s. Skýjað verður með köflum og stöku él, en bjart suðaustanlands. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert