Komnir í gegnum Vaðlaheiðargöng

37,5 metra löng könnunarhola, sem farið var í gegnum í …
37,5 metra löng könnunarhola, sem farið var í gegnum í gær, staðfesti að Vaðlaheiðargöng eru á réttum stað. Valgeir Bergmann

Greint er frá því á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga að menn séu komnir í gegnum lokakafla ganganna. Könnunarhola hafi farið í gegnum haftið, sem sé 37,5 metra langt og staðfesti hún að göngin séu á réttum stað.

„Gleðilegt sumar!“ segir í færslunni. „Könnunarhola fór í gegnum haftið sem er 37,5 metrar og staðfesti að göngin eru á réttum stað:) Unnið verður eingöngu í gangagreftri frá Eyjarfirði á því sem eftir er. Í Fnjóskadal eru menn að undirbúa vegskálabyggingu.“

mbl.is