Nýbygging við Fjallsárlón í notkun

Byggingarnar nýju eru um 400 fermetrar. Við hönnun þeirra var …
Byggingarnar nýju eru um 400 fermetrar. Við hönnun þeirra var þess gætt að þær féllu vel að stórbrotinni náttúru við Vatnajökul. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýtt þjónustuhús við Fjallsárlón í Öræfasveit verður tekið formlega í notkun á morgun, laugardag. Tæp fjögur ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á siglingar um lónið sem er nokkuð vestan við Jökuslá á Breiðamerkursandi.

Þær ferðir njóta vaxandi vinsælda sem aftur kallaði á að aðstaða við Fjallsárlón væri byggð upp og nú er hún komin; 400 fermetra húsakostur þar sem eru gestamóttaka, veitingastofa og fleira sem þarf að vera á svona stað.

„Aðstaðan er glæsileg, svo ég segi sjálfur frá,“ segir Steinþór Arnarson á Hofi í Öræfum, sem við annan mann stendur að þessari starfsemi. Um reksturinn starfrækja þeir Fjallsárlón ehf. og er uppbyggingin alfarið kostuð af félaginu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert