Unglingar vörpuðu reyksprengjunni

Bónus.
Bónus. mbl.is/Golli

„Þetta var bara unglingagalsi,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, spurður út í reyksprengjuna sem kastað var inn í anddyri verslunarinnar í Skeifunni í hádeginu.

Hann segir að engum hafi orðið meint af. Lögreglan mun í framhaldinu hafa samband við skóla unglinganna og talað verður við foreldra þeirra.

Guðmundur kannast ekki við að reyksprengju eða -bombu hafi áður verið kastað inn í Bónus. „Vonandi er þetta í fyrsta og eina skiptið,“ segir hann og bætir að engar skemmdir hafi orðið á versluninni.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, á skrifstofunni.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, á skrifstofunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert