„Verður ekki mikið íslenskara“

Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.
Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.

„Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“

Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel nú í lok aprílmánaðar.

Í samtali við 200 mílur segir Halldór að markaðurinn í Nígeríu hafi reynst erfiður undanfarin ár. Þar sé slæmt efnahagsástand og tollar hafi verið auknir. Verð á skreið til Nígeríu hafi því lækkað um 50% og sé ennþá í lægð.

„En það er engin önnur útgönguleið fyrir allt þetta magn af hausum og beinum. Það verður að koma þessu í þennan farveg, annars þarf bara að grafa þetta. Á meðan við losnum við afurðirnar þá gengur þetta upp, en það gefur hins vegar enga ástæðu til að hætta að leita að nýjum mörkuðum.“

Hluti af matarhefð þjóðflokksins

Nígería er fjölmennt land, í raun það sjöunda fjölmennasta hér á jörðu, en það eru þó aðeins nokkur prósent þjóðarinnar sem leggja sér skreið til munns, að sögn Halldórs.

„Það er í raun bara einn þjóðflokkur inni í landinu sem gerir það. En þó að þetta sé lokaður hópur þá er þetta alltaf gríðarlega stór markaður. Og þeir vilja alltaf vöruna, þeir þurfa þennan mat, þetta er hluti af þeirra matarhefð.“

Halldór segir að í gegnum árin á sýningunni í Brussel hafi Haustaksmenn meðal annars kynnst mörkuðum í Kína og Suður-Kóreu.

„Þar er þetta borðað en þeir þekkja það kannski ekki svona þurrkað eins og Nígeríumenn. Til þess að svo megi verða þarf að finna réttu mennina sem eru reiðubúnir að prófa. En þangað eru fluttir gámar af frosnum hausum, óþurrkuðum.“

Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.
Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.

Ferlið tekur þrjár vikur

Mun hagkvæmara sé þó að þurrka afurðina. „Þegar við þurrkum þá komum við fimm sinnum fleiri hausum í gáminn. Það er náttúrlega lykilhluti í þessari aðferð. Og þegar þetta er komið á áfangastað, ef þú þurrkar þetta rétt, þá geymist varan lengi, þú þarft ekki frystikistur undir þetta.“

Þorbjörn hf. og Vísir hf. eiga Haustak til helminga og þaðan kemur hráefnið í framleiðsluna að mestu.

„Fiskurinn er unninn og hausaður í Grindavík, það er náttúrlega það fyrsta sem er gert. Þannig að þetta er komið til okkar samdægurs eða degi seinna. Þá tekur við þessi hefðbundna þurrkvinnsla, við setjum hausana á grindur og beinin í bandaklefa. Allt í allt tekur ferlið um það bil þrjár vikur.“

Haustak stendur við Reykjanesvita og þar er þurrkað allt árið með jarðhita sjálfs Reykjanessins. Fyrirtækið er í raun hluti svonefnds auðlindagarðs HS Orku og nýtir orku virkjunarinnar í vinnsluna.

„Við höfum aðgang að jarðhitanum allt árið og getum þar af leiðandi alltaf verið að. Þarna er verið að nýta jarðhita til að varðveita matvæli og það er þekking sem getur gagnast víða. Það eru margar þjóðir sem eiga nóg af jarðhita en fáar leiðir til að auka geymsluþol matvæla sinna,“ segir Halldór og bætir við að með tækni Haustaks sé hægt að þurrka hvað sem er, ávexti og grænmeti þar á meðal.

Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á ...
Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á dögum.

Reyna að koma með allt í land

Hátt í fimmtíu manns starfa í dag hjá fyrirtækinu og ljóst má vera að fjöldinn væri ekki svo mikill ef fiskhausarnir skiluðu sér ekki í land, en þrátt fyrir langa hefð þurrkunar hér á landi var hausum áður fyrr hent frá borði í tonnatali. Sú tíð er liðin að sögn Halldórs.

„Það reyna allir að koma með allt í land núna. Þetta er allt orðið hráefni.“

Blaðamaður hefur á orði að í fyrirtækinu sameinist tvennt sem einna helst einkennir Ísland, jarðhiti og fiskur.

„Já, það verður ekki mikið íslenskara,“ segir Halldór. „Það er náttúrlega líka hluti af þessu, öll tæknin, forritun, tæki og tól, þetta verður til hérna heima. Öll þessi þekking er síðan flutt út. Það eru þurrkanir víða í Noregi og Bretlandi, og það eru nánast allt saman Íslendingar á bak við þau verkefni.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »

Tveir unnu gjafabréf með WOW air

15:21 Áskrifendur Morgunblaðsins, Loftur Guðmundsson og Hilmar Dagbjartur Ólafsson, voru dregnir út í áskriftarleik Morgunblaðsins í dag. Meira »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...