Viðgerð á Skálholtskirkju er í blindgötu

Skálholtskirkja er veglegt hús sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta.
Skálholtskirkja er veglegt hús sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áætlaður kostnaður við miklar og óumflýjanlegar viðgerðir á Skálholtskirkju gæti orðið allt að 120 milljónir króna.

Steindir gluggar og altaristafla eru skemmd og kostnaður við lagfæringar á þeim listaverkum gæti orðið um 40 milljónir króna. Þá eru eftir endurbætur á kirkjunni sjálfri, sem laskaðist talsvert í Suðurlandsskjálftunum árið 2000 og 2008.

Að sögn Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups hefur Þjóðkirkjan ekki úr miklu að spila til að mæta viðgerðarkostnaði og því er málið í ákveðinni blindgötu, að því er fram kemur í umfjöllun um viðgerðir á Skálholtskirkju í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka