Fundu blóð á úlpu hins ákærða

Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Lögreglan fann blóð úr Birnu Brjánsdóttur á úlpu Thom­asar Møllers Ol­sens sem ákærður er fyrir að hafa myrt hana. Einnig sýndi rannsókn fram á að önnur föt hans, sem höfðu verið þvegin, höfðu komist í snertingu við mikið af blóði. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísir.is en fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Byggt er á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum.

Einnig kemur fram að þekjufrumur frá Olsen hafi fundist á skóreimum Birnu en skór hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn skammt frá þeim stað sem togarinn Polar Nanoq lá en Olsen var í áhöfn hans en þekjufrumur mynda meðal annars húðina. Olsen hefur neitað að hafa myrt Birnu en viðurkennt að hafa tekið Birnu upp í rauða Kia Rio-bifreið sem hann hafði á leigu.

Annar skipverji af Polar Nanoq var í bifreiðinni með Olsen en hann fór úr henni í Hafnarfjarðarhöfn þar sem togarinn lá. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa séð Birnu liggjandi í aftursæti bifreiðarinnar þegar hann yfirgaf hana. Haft er eftir Olsen að hann hafi síðan farið á annan stað við höfnina og farið í farþegasætið aftur í bifreiðinni og kysst Birnu.

Olsen talaði um að tvær stúlkur hafi verið í bifreiðinni og tók hinn skipverjinn upphaflega undir það en dró það síðan til baka. Sagðist hann hafa byggt upphaflegu frásögnina á því sem Olsen hafi sagt honum en hann hafi verið mjög ölvaður. Miðað við upptökur úr eftirlitsmyndavélum var Olsen í aftursætinu í um 50 mínútur og er þá talinn hafa veitt Birnu áverka.

Benda til ofsafenginnar kyrkingar með höndum

Fram kemur í greinargerð lögreglu sem birt er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að rannsókn meinafræðings hafi leitt í ljós að Birnu hafi verið veittir talsverðir áverkar í andliti og á höfði sem verulega hljóti að hafa blætt úr. Þá hafi hún verið með mikla þrýstiáverka á hálsi sem bendi til ofsafenginnar kyrkingar með höndum.

Olsen segist í kjölfarið hafa ekið um í Hafnarfirðinum og loks sett Birnu og hina stúlkuna út og ekki séð hana meira. Hann hafi þá ekið á ákveðinn stað og lagt sig í bílnum en upptökur úr öryggismyndavélum á þeim stað styðja það ekki. Lögreglan telur að Olsen hafi þvert á móti í kjölfarið varpað Birnu í sjó eða vatn skammt frá Selvogsvita. Var hún þá með veika meðvitund að mati réttarmeinafræðings og að banamein hennar hafi verið drukknun.

Eftir þetta sést Olsen á upptökum öryggismyndavéla þrífa bifreiðina. Einkum hægra aftursætið. Hann gaf þá skýringu að um ælu hafi verið að ræða en áður hafði hann keypt hreinsivörur í Krónunni. Samkvæmt rannsókn lögreglunnar var mikið blóð í bifreiðinni og var blóðið úr Birnu. Því næst fór hann með stóran svartan ruslapoka um borð í Polar Nanoq.

Ökuskírteini Birnu hafi meðal annars fundist um borð í togaranum eins og áður hefur komið fram en það hafi verið í svörtum ruslapoka. Olsen hefur ekki getað gefið skýringar á því. Fingrafar Olsens reyndist á ökuskírteininu. Þar fundust einnig blóðugir gúmmíhanskar. Ekki kemur hins vegar fram í greinargerð lögreglunnar úr hverjum það blóð hafi verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Ukulele
...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...