Þór Saari og Sigurður Kári í bankaráð Seðlabanka

Hagfræðingurinn Þór Saari, var þingmaður Hreyfingarinnar. Hann var í dag …
Hagfræðingurinn Þór Saari, var þingmaður Hreyfingarinnar. Hann var í dag valinn í bankaráð Seðlabankans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþingi kaus í dag nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands. Þau sjö sem taka munu sæti í ráðinu eru Sigurður Kári Kristjánsson, Sveinn Agnarson, Þór Saari og Frosti Sigurjónsson sem öll koma ný inn, en áfram munu sitja þau Þórunn Guðmundsdóttir, sem var formaður síðasta bankaráðs, Auður Hermannsdóttir og Björn Valur Gíslason.

Varamenn í bankaráð verða þetta kjörtímabilið þau Kristín Thoroddsen, Þórlindur Kjartansson, Auðbjörg Ólafsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir, Hildur Traustadóttir, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina